Nýtt kynningarmyndband | Háskólinn á Hólum

Nýtt kynningarmyndband

Nú styttist í Háskóladaginn 2019, og um leið í að opnað verði fyrir umsóknir um nám við Háskólann á Hólum.

Kynningarbás Háskólans á Hólum verður á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Þangað eru allir velkomnir, til að kynna sér þær námsleiðir sem í boði eru við skólann.

Þess má geta að í kjölfarið verður farið með kynningar háskólanna vítt og breitt um landið, með viðkomu í öllum stærri framhaldsskólunum. 

Í tilefni af Háskóladeginum hefur verið gert nýtt kynningarmyndband um skólann, sjá hér fyrir neðan.

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is