Nýtt forrit tekið í notkun við bleikjukynbætur | Háskólinn á Hólum

Nýtt forrit tekið í notkun við bleikjukynbætur

Nú á dögunum, nánar tiltekið 15. desember, tóku starfsmenn við  bleikjukynbótaverkefnið í notkun nýtt forrit, sem mun nýtast þeim við yfirsýn og umsýslu gagna.
 
Forrit þetta nefnist Mercatus og er frá Steinsvik í Noregi. Í það eru skráðar upplýsingar um umhverfisþætti í eldinu, t.d. hitastig og súrefni, og aðra þætti sem hafa áhrif á vöxt og þrif fiskanna, til dæmis fóðrun. Þá eru og skráðar upplýsingar um afföll. Forritið gefur möguleika á að halda utan um lífmassa og útreikninga á fóður- og vaxtarstuðlum.
 
Meðfylgjandi mynd er af skráningu fyrstu gagna fyrir bleikjukynbæturnar í forritið.
 
Auk þess að nýtast við bleikjukynbæturnar mun forritið verða notað í kennslu við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans.  Í janúar mun fulltrúi frá Steinsvík heimsækja háskólann og kynna frekari möguleika forritsins.
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is