Ný grein um árstíðarbreytingar í smádýrasamfélögum linda og hvernig þau endurspeglast í fæðu bleikju. | Háskólinn á Hólum

Ný grein um árstíðarbreytingar í smádýrasamfélögum linda og hvernig þau endurspeglast í fæðu bleikju.

Nýlega kom út í tímaritinu Hydrobiologia grein, eftir Agnes-Katharina Kreiling, Eoin J. O´Gorman, Snæbjörn Pálsson, David Benhaïm, Camille A. Leblanc, Jón S. Ólafsson og Bjarna K. Kristjánsson um árstíðarbreytingar í smádýrasamfélögum linda og hvernig þau endurspeglast í fæðu bleikju. Greinin er hluti af PhD ritgerð Agnesar-Katharinu, sem hún mun verja 19. október, sjá tengil hér.
Lífríki linda á Íslandi er ekki vel þekkt, en Agnes-Katharina hefur lyft grettistaki við að auka þekkingu okkar á þeim. Í greininni er fjallað um rannsókn þar sem sýni voru tekin fimm sinnum á einu ári í Skarðslæk, í Holt og Landssveit, bæði að sumri og vetri. Safnað var sýnum af smádýrum, auk þess sem bleikja var veidd og magainnihald hennar kannað. Töluverður munur var á lífríkinu að sumri og vetri, sem endurspeglaðist í fæðu bleikjunnar. Á veturnar var minni þéttleiki smádýra sem endurspeglaðist íaukinni sérhæfingu og fæðuvali hjá bleikju. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikilvægt sé að horfa til árstíðarsveifla þegar lífríki ferskvatns er rannsakað.
 
A new publication on seasonal variation in the invertebrate community and diet of a top fish
predator in a thermally stable spring.
Recently a paper on seasonal variation in the invertebrate community and diet of a top fish predator
in a thermally stable spring was published in the journal Hydrobiologia. The authors of the paper are
Agnes-Katharina Kreiling, Eoin J. O´Gorman, Snæbjörn Pálsson, David Benhaïm, Camille A. Leblanc, Jón S. Ólafsson and Bjarni K. Kristjánsson. The paper is a part of the PhD thesis of Agnes-Katharina, which she will defend on 19 October, see link here.
The biology of springs in Iceland is an understudied part of Icelandic ecosystems. However, Agnes-
Katharina has changed this considerably. The paper describes a study where Skarðslækur S-Iceland,
was visited five times over a year. Samples of benthic invertebrates and Arctic charr were caught and
their stomach content analysed. There were clear differences in the invertebrate community
between summer and winter, which was reflected in the diet of the Arctic charr. In the winter the
density of invertebrates was lower, and the charr were more specialized in their diet selection. The
study shows the importance to incorporate temporal variation in studies on the ecology of
freshwater systems.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is