Norskir gestir á ferð | Háskólinn á Hólum

Norskir gestir á ferð

Í gær voru hér á ferð gestir frá líffræði- og fiskeldisdeild Nord Unversitet í Bodø í Noregi. Tilefni þessarar kynnisferðar er að skólinn er einn fjögurra háskóla sem taka þátt í samnorrænu meistaranámi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífrænna sjávarafurða (MAR-BIO). Auk Háskólans á Hólum og Nord Universitet eru það Gautaborgarháskóli og Háskólinn á Akureyri sem koma að umræddri námsleið og norsku gestirnir komu hingað frá Akureyri.

Gestirnir dvöldu hér daglangt og kynntu sér meðal annars rannsóknastöð Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Verinu og bleikjukynbótastöðina á Hólum, auk þess að kíkja aðeins á aðstöðu Hestafræðideildar. Að ógleymdri umfjöllun um sögu Hólastaðar.

Reiknað er með að fyrstu nemendurnir í MAR-BIO hefji námið haustið 2019. Nánar er fjallað um námsleiðina hér, á enska hluta Hólavefsins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is