Tamningar og þjálfun | Háskólinn á Hólum

Tamningar og þjálfun

Háskólinn á Hólum hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar. Það eru 2. árs nemar við Hestafræðideild sem takast á við verkefnið, undir handleiðslu reiðkennara skólans.
 
Í júní var opnað fyrir pantanir í vinnuna á haustönn 2019.  Tímabilið stendur frá 2. september (trippin komi á milli kl. 13 og 16) til 13. desember (með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar).
 
Lokað hefur verið fyrir frekari skráningar í þetta verkefni. Svör við pöntunum hafa verið send með tölvupósti.
 
Væntanlega verður næst opnað fyrir pantanir í nóvember, fyrir vinnu á vorönn 2020.
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is