Mötuneyti | Háskólinn á Hólum

Mötuneyti

 

Ferðaþjónustan á Hólum annast rekstur mötuneytis heima á Hólum. Mötuneytið er opið frá 8:00 -16:00 en hádegismatur er framreiddur á milli kl. 12 og 13.

Innifalið í hádegisverði er úrval af grænmeti og salati, súpa eða eftirréttur og kaffi eða te. Mögulegt er að kaupa einungis salat og spónamat. Matseðill vikunnar er birtur á Uglu og korktöflu í anddyri aðalbyggingar, og sé fólk ekki skráð í föstu fæði er unnt að skrá sig í mat, fyrir kl. 10:00 samdægurs.

Í mötuneytinu er einnig til sölu ýmsar náuðsynja- eða munaðarvörur, svo sem sælgæti, samlokur, mjólkurvörur, gosdrykkir, kaffi og te. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is