Nemendagarðar | Háskólinn á Hólum

Nemendagarðar

Nemendagarðar

Nemendur geta leigt húsnæði á Hólum meðan á námsdvöl þeirra stendur.

Hægt er að leigja án húsgagna (takmarkaður fjöldi íbúða) eða með húsgögnum og þvottavél.
Tengingar fyrir síma, tölvu og sjónvarp eru í íbúðunum.

Æskilegt er að nemendur sem búa á nemendagörðunum í vetur, skili inn húsnæðisumsókn fyrir næsta skólaár áður en þeir fara í vor, eða fyrir 1. júní.

Frestur umsækjenda til að sækja um húsnæði á Nemendagörðum Hólaskóla fyrir háskólaárið 2020 - 2021 er til 26. júní.

Umsókn

Prenta þarf út eyðublað og senda Nemendagörðum Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, eða skanna inn og senda á netfangið thjonustubord@holar.is .

Umsóknum verður svarað rafrænt, ekki síðar en 20. júlí. Leigjendur fá sendan greiðsluseðil vegna staðfestingargjalds (kr. 30.000), sem greiða þarf fyrir 10. ágúst. Verði hann ógreiddur á gjalddaga verður viðkomandi húsnæði ráðstafað á annan hátt.

Leigusamningur er undirritaður við upphaf skólaárs. Nemendur geta sótt um húsaleigubætur til þess sveitarfélags sem þeir eiga lögheimili í. Háskólinn á Hólum sendir staðfestingu á skólavist og leigusamningi til Húsnæðis og  mannvirkjastofnunnar.

Umsjónarmaður fasteigna er Rafnkell Jónsson (vaktsímanúmer 860 9740). 

Lyklar eru afhentir á þjónustuborði Hólaskóla á dagvinnutíma, kl. 08:00 - 16:00. Sé það ómögulegt, þarf viðkomandi að hafa samband á fyrrgreindum opnunartíma, með minnst dags fyrirvara. Símanúmer á þjónustuborði er 455 6300.

Verðskrá Nemendagarða

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is