Nemendur kynna og verja BA lokaverkefni í ferðamálafræði | Háskólinn á Hólum

Nemendur kynna og verja BA lokaverkefni í ferðamálafræði

Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá föngulegan hóp nemenda sem kom heim að Hólum föstudaginn 4. maí til að kynna og verja lokaverkefni sín til BA gráðu í ferðamálafræði. Nemendurnir komu víða að og mátti engu muna að veðrið setti strik í reikninginn með dæmigerðu vorhreti og urðu sumir þeirra veðurtepptir á leið sinni heim í lok dags.
 
Veðrið hafði þó ekki áhrif á það sem gerðist innandyra og endurspegluðu líflegar kynningar fjölbreytt efnisval, enda viðfang þeirra oftar en ekki áhugamál og ástríða nemendanna. Skemmtilegar umræður urðu í kjölfar hverrar kynningar þar sem nemendur þurftu að verja verkefni sín og svara spurningum samnemenda og kennara. 
 
Í námi til BA gráðu í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum hafa nemendur val um að ljúka náminu með 12 eininga BA-ritgerð, 12 eininga BA-verknámi eða með því að taka tvö 6 eininga námskeið í stað lokaverkefnis. Að þessu sinni luku 11 nemendur náminu með BA-ritgerð, en einn nemandi tók BA-verknám. BA-verknám er hagnýtari leið, þar sem nemandi er í verknámi hjá viðurkenndu fyrirtæki í ferðaþjónustu og innir af hendi hagnýtt verkefni í samráði við fyrirtækið og umsjónarkennara. Í lok verknáms skilar nemandinn skýrslu um verkefnið, þar sem hann hefur greint viðfangsefnið og sett í fræðilegt samhengi, ekki ósvipað því sem gert er í BA-ritgerð. 
 
Hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra nemenda sem kynntu verkefnin sín, ásamt titlum verkefnanna.
 
Nemandi Íslenskur titill ritgerðar/verkefnis
Brynjar Darri Sigurðss. Kjerúlf

Ávinningur fræðslustígs við Hengifos. Með áherslu á dreifingu ferðafólks lengra inn í Fljótsdal

Anna Birna Þorsteinsdóttir Er nám framreiðslumanna í takt við störf þeirra? Viðhorf nema og faglærðra framreiðslumanna
 
Brynja Eiríksdóttir og
Ragnheiður Mjöll Baldursdóttir
Hér er allt í lagi! Hvernig hafa áherslur þróast í markaðsátakinu Inspired by Iceland?
 
Ingibjörg Elín Jónasdóttir Gæði, öryggi, áreiðanleiki. Hvernig nýtist Vakinn við gerð starfsmannahandbókar?
 
Ólöf Vala Sigurðardóttir Hvert er viðhorf landeiganda á fjölgun ferðamanna á landi í einkaeigu? – Sólheimasandur, Hrunalaug og Brúarfoss
 
Hilmar Örn Kjartansson Erlendir ferðamenn og íslensk umferðarmannvirki
 
Sonja Ósk Karlsdóttir og
Aldís Óskarsdóttir
Reykjanes jarðvangur. Samfélagslegur ávinningur íbúa af Reykjanes jarðvangi
 
Heiðrún Harðardóttir Áhrif aukinnar ferðaþjónustu á húsnæðismarkaðinn á Íslandi
 
Ingibjörg Smáradóttir Norðurljósaferðir, upplifun og væntingar ferðafólks
 
Guðrún Svava Viðarsdóttir Útikennsla í ferðaþjónustu
 
Guðrún Gylfadóttir Efnahagsleg áhrif Eyjafjallagoss á ferðaþjónustu í héraði: Viðhorf heimamanna
   
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
BA-skil maí 2018
 
Laufey Haraldsdóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is