Nám er tækifæri – opið er fyrir innritun á vorönn | Háskólinn á Hólum

Nám er tækifæri – opið er fyrir innritun á vorönn

Vegna óvenjulegra aðstæðna í þjóðfélaginu býður Háskólinn á Hólum nýja nemendur velkomna til náms á vorönn 2021. 

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. DESEMBER 2020
Hægt er að sækja um nám á grunn- og framhaldsstigi við Ferðamáladeild og Fiskeldis- og fiskalíffræðideild. 
 
Ferðamáladeild:
 
Fiskeldis og fiskalíffræðideild:
 
Eftirfarandi á við um námið:
Námið er hluti af verkefninu „Nám er tækifæri“ skv. reglugerð 919/2020 en er einnig opið þeim sem ekki falla undir það. Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar
Námið hefst með nýnemadögum 7. janúar 2021.
Umsækjendur þurfa að uppfylla lágmarkskröfur skólans fyrir innritun í hverja námsleið fyrir sig, t.d. stúdentspróf eða ígildi þess fyrir innritun í diplóma- og BA nám.
Námið er kennt í fjarnámi með staðbundnum lotum sem kunna í einhverjum tilfellum að vera kenndar í gegnum fjarbúnað vegna Covid-19.
Nemendur geta kosið að vera ýmist í fullu námi eða hluta. 
 
Sækja skal um í gegnum vefsíðu Háskólans á Hólum, www.holar.is 
Fyrirspurnir um skráningu sem og fylgiskjöl vegna umsókna skal senda á kennslusvid@holar.is
Nánari upplýsingar um námið: Háskólinn á Hólum sími 4556300 og í netfanginu holaskoli@holar.is
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is