Moskvuheimsókn Hólamanns

Ólafur Sigurgeirsson er, fyrir hönd Háskólans á Hólum, þátttakandi í verkefninu „Nordic-Russian Centre for research and innovation in Aquaculture“. Verkefnið er leitt af Háskólanum í Tromsö í Noregi, en að auki koma að því Háskólinn í Múrmansk (Murmansk State Technical University) og MSUTM (K.G.Rasumovsky Moscow State University of Technologies and Management) í Moskvu. Í þeim síðasttalda eru um 26 þúsund stúdentar.
 
Stjórnvöld í Rússlandi leggja nú mikla áherslu á að auka eigin matvælaframleiðslu. Liður í því er að efla kennslu og rannsóknir í fiskeldi. Markmið verkefnisins er að auka tengsl og samstarf milli rússneskra og norrænna háskóla í rannsóknum og nýsköpun, stúdentaskiptum og starfsmannaþjálfun, gestafyrirlestrum, námskeiðahaldi og ráðstefnum, til að auka þekkingu og meðvitund um fiskeldi og tækifærin sem þar liggja. Markmiðið er einnig að auka tengsl og greina samstarf háskólanna við fyrirtæki sem starfa í greininni, þvert á landamæri.
 
Á dögunum voru haldnir fundir og ráðstefna í Moskvu í tengslum við verkefnið. Auk þess var vígð ný rannsóknar- og kennsluaðstaða við MSUTM,- með pompi og prakt. Þar mætti rektor háskólans Valentina Ivanova, deildarstjórar annarra deilda hálskólans, fulltrúar sendiráða Íslands og Noregs, Stefano Perucci frá UI-Tromsö og Ólafur Sigurgeirsson frá Háskólanum á Hólum. Klippt var á borða og margar snjallar ræður fluttar af þessu tilefni.
 
Ólafur Sigurgeirsson
 
 
Klippt á borða í Moskvu
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is