Meistaravörn í sjávar- og vatnalíffræði | Háskólinn á Hólum

Meistaravörn í sjávar- og vatnalíffræði

Föstudaginn 10. maí varði Eva Dögg Jóhannesdóttir meistararitgerð sína í sjávar- og vatnalíffræði, við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Ritgerðina nefnir hún Sea lice infestation on wild salmonids in the southern part of the Icelandic Westfjords (Sjávarlýs á laxfiskum á sunnanverðum Vestfjörðum).

Leiðbeinandi Evu Daggar var Skúli Skúlason, og með honum í meistaraprófsnefnd hennar var Guðni Guðbergsson. Prófdómari við vörnina, sem stýrt var af Bjarna K. Kristjánssyni, var Árni Kristmundsson.

Næsta meistaravörn verður svo á miðvikudaginn, 15. maí. Þá mun Ásdís Helga Bjarnadóttir verja ritgerð sína við Ferðamáladeild, Upplifun af fræðslutengdum viðburðum, með skírskotun til ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdal.

Brautskráð verður við hátíðlega athöfn, föstudaginn 7. júní nk.

 

Meistaravörn Evu DAggar Jóhannesdóttur

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is