Matarferðamennska morgundagsins | Háskólinn á Hólum

Matarferðamennska morgundagsins

Dagana 8. – 11. október  var haldin alþjóðleg ráðstefna um matarferðamennsku morgundagsins, í Háskólanum í Gautaborg í Svíðþjóð.  Ráðstefnan var samstarfsverkefni háskólans, ferðamálayfirvalda og samtaka um svæðisbundna markaðssetningu í vesturhluta Svíþjóðar. 
 
Á ráðstefnunni voru matur og matarmenning í ferðaþjónustu rædd, í samhengi við neytendahegðun, loftslagsbreytingar, sjálfbær markmið og stefnumörkun áfangastaða, ímynd áfangastaða, menningararf, nýsköpun og hönnun sem og í tengslum við tækniframfarir og vefmiðla. 
 
Laufey Haraldsdóttir sótti ráðstefnuna fyrir hönd Háskólans á Hólum, og flutti þar erindi um hlutverk matar og matarmenningar í uppbyggingu og sköpun  áfangastaða fyrir ferðamenn.  
 
Samhliða ráðstefnunni fór fram viðskiptafundur ferðþjónustufyrirtækja og aðila sem vinna að stefnumótun í ferðamálum fyrir Vestur-Svíþjóð.
 
Gestum ráðstefnunnar og fundarins var m.a. boðið upp á mat af svæðinu, „endurunnin mat“ frá veitingahúsum borgarinnar og mat sem „koma skal“ í náinni og fjarlægari framtíð. 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is