Lektor í Ferðamáladeild á ráðstefnu í Svíþjóð

Dagana 4.-6. október sl. var 26. norræna ráðstefnan um rannsóknir á sviði ferðaþjónustu og gestamóttöku haldin í Falun í Svíþjóð. Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar. „Tourism in a Hyper-Connected World: Challenges of Interactivity and Connectedness“. Sjá nánar á vef ráðstefnunnar.
 
Á ráðstefnunni hélt Ingibjörg Sigurðardóttir lektor í Ferðamáladeild erindi um rannsókn á Landsmóti hestamanna: „Hosting the national competition of the Icelandic horse: 
The experience of local inhabitants in 2016“. Erindið var flutt í viðamikilli málstofu um viðburðastjórnun sem virðist vera vaxandi fræðasvið á Norðurlöndunum og víðar. 
 
Í sömu ferð heimsótti Ingibjörg Dalarna University sem hefur aðsetur bæði í Falun og Borlänge. Í Borlänge heimsótti hún ferðamála- og hagfræðideildir skólans, hélt opinn  fyrirlestur um þróun ferðamála á Íslandi og sótti vinnufund um rannsókn á Landsmóti hestamanna sem viðburði, en tveir af samstarfsaðilum Ferðamáladeildar Hólaskóla í þeirri rannsókn starfa við Dalarna University. 
 
Næsta norrræna ráðstefna um rannsóknir á sviði ferðaþjónustu og gestamóttöku verður haldin í Bodø í Noregi haustið 2018. 
 
9. október 2017, Ingibjörg Sigurðardóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is