Leiðin á Landsmót | Háskólinn á Hólum

Leiðin á Landsmót

3. árs nemendur Hestafræðideildar Háskólans á Hólum bjóða til fræðsluskemmtunar í reiðhöllinni á Akureyri, þar sem farið verður yfir uppbygginu og undirbúning keppnishests sem stefnt er með í gæðingakeppni.

Farið verður yfir sögu gæðingakeppninnar, reglur og dómgæslu og eins þjálfun og uppbyggingu keppnishests í skeiði.

Sérstakur gestur verður Gísli Guðjónsson, formaður fræðslunefndar Gæðingadómarafélags Íslands.

20.04.2018 - 15:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is