Laus staða lektors í ferðamálafræðum

Háskólinn á Hólum auglýsir stöðu lektors í Ferðamáladeild lausa til umsóknar. Deildin býður námsbrautir í ferðamálafræðum til BA og MA gráðu, námsbraut í stjórnun ferðaþjónustu og mótttöku gesta til BA gráðu og diplómunám í viðburðastjórnun og í ferðamálafræði. Ferðamáladeild Háskólans á Hólum leggur áherslu á rannsóknir í ferðamálum dreifbýlis, stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta, og á viðburðum og viðburðarstjórnun.
 
Í starfinu felst:
kennsla í grunnnámi og framhaldsnámi
leiðbeining í lokaverkefnum nemenda í grunnnámi
þátttaka í mótun stefnu Ferðamáladeildar
rannsóknir á sviði ferðamála og viðburðastjórnunar 
 
Menntunar- og hæfnikröfur:
meistara- eða doktorspróf í ferðamálafræði 
menntun á sviði kennslufræða
kennslureynsla í blönduðu námi og verknámi á háskólastigi
reynsla af rannsóknum á sviði ferðamála, mótun verkefna, stjórnun og þróunarstarfi
ábyrgð, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
góð kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli
 
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um nýráðningar og framgang akademískra starfsmanna við Háskólann á Hólum. 
 
Um 100% stöðu er að ræða. Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 2018. Nánari upplýsingar um starfið veitir Laufey Haraldsdóttir deildarstjóri Ferðamáladeildar (sími 455 6322 netfang laufey@holar.is
 
Umsóknarfrestur er 23. október 2017. Umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@holar.is merkt „lektor Ferðamáladeild“. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og samantekt fræðastarfs, auk greinargerðar um áform ef til ráðningar kemur. Með umsókn skal einnig fylgja úrval eigin ritverka sem umsækjandi vill að tekið sé tillit til við mat á hæfi, sem og nöfn tveggja umsagnaraðila. 
 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is