Landsmót 2026 verður á Hólum í Hjaltdal | Háskólinn á Hólum

Landsmót 2026 verður á Hólum í Hjaltdal

Þann 21.nóvember sl. var undirritaður samningur þess efnis að landsmót hestamanna verði haldið á Hólum í Hjaltadal árið 2026. Fulltrúar Landsmóts ehf., Hestamannafélagsins Skagfirðings og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps skrifuðu undir samningin. Undirritunin fór fram við keppnisvöllinn á Hólum. Þetta er í þriðja skiptið sem landsmót verður haldið á Hólum, en áður voru þau haldin árið 1966 og 2016. 
 
Fyrir hönd Landsmóts ehf. skrifuðu Sveinn Steinarsson formaður Félags Hrossabænda, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, Elvar Einarsson formaður hestamannafélagsins Skagfirðings, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps. Einnig voru við undirritunina Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs Skagafjarðar, Erla Björg Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Sveinn Ragnarsson deildarstjóri Hestafræðideildar Háskólans á Hólum.
 
Mynd: Frá Landsmóti hestamanna á Hólum í Hjaltadal 2016. GBE
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is