Kynningar meistaranema í Ferðamáladeild | Háskólinn á Hólum

Kynningar meistaranema í Ferðamáladeild

Hluti af námi meistaranema við Háskólann á Hólum er að kynna rannsóknaráætlanir sínar í opnum fyrirlestri að loknu fyrsta námsári.
 
Í tengslum við Rannsóknadag Háskólans á Hólum sem haldinn var fimmtudaginn 31. maí, kynntu þrír nemendur Ferðamáladeildar rannsóknarverkefni sín:
 
  • Ásdís Helga Bjarnadóttir – „Fræðslutengd ferðamennska á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdal“
  • Jóhanna María Elena Mattíasdóttir – „Researching guest perceptions and usage of space in rural Icelandic social settings“
  • Arndís Lára Guðrúnardóttir – „Ferðavenjur Íslendinga innanlands“
Góðar umræður urðu í tengslum við erindin en fyrirlestrarnir eru mikilvægur vettvangur til að skapa umræðu um rannsóknaráætlanir nemenda sem síðan nýtist þeim við að halda áfram að skipuleggja sínar rannsóknir. Þátttakendur í málstofunni voru staðsettir vítt og breitt um landið en málstofan fór fram í gegnum Zoom-fjarfundabúnaðinn. 
 
Ingibjörg Sigurðardóttir
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is