Klasar og ferðaþjónusta | Háskólinn á Hólum

Klasar og ferðaþjónusta

Nýverið var sagt frá því að Ferðamáladeild Háskólans á Hólum er nú aðili að Íslenska ferðaklasanum sem ætlað er að stuðla að langtímauppbyggingu ferðaþjónustu á landinu í gegnum samstarf og nýsköpun.
Mikilvægur þáttur slíkrar þróunar eru rannsóknir á ferðaþjónustu og tengdum greinum. 
 
Það er því ánægjulegt að segja frá því að í nýútkomnu Ársriti um klasa 2018 er grein eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur lektor við Ferðamáladeild og Runólf Smára Steinþórsson prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um klasa og klasaframtök í hestaferðaþjónustu og hestamennsku. Þar er sagt frá rannsóknum þeirra á langtímaþróun klasa í hestaferðaþjónustu og hestamennsku á Norðurlandi vestra og fjallað um klasaframtakið „Hýruspor“ sem sett var á fót á svæðinu en varð skammlíft. Greinin byggir m.a. á tveimur ritrýndum greinum eftir sömu höfunda sem birst hafa á þessu ári og sagt hefur verið frá á vefsíðu Háskólans á Hólum.
 
Í Ársriti um klasa 2018 er einnig viðtal við Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur klasastjóra Íslenska ferðaklasans en þar segir hún m.a. frá fjölbreyttum verkefnum hans  á árinu sem er að líða. 
 
Hægt er að lesa Ársrit um klasa 2018 í heild sinni hér: http://dev.nmi.is/klasarit/20/
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is