Jóhanna Gunnarsdóttir | Háskólinn á Hólum

Jóhanna Gunnarsdóttir

Það er óhætt að segja að námið í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum hafi sannarlega borgað sig og opnað fyrir mér nýjan heim.

Mig hafði lengi vel langað að læra viðburðastjórnun þegar ég komst að því að það væri hægt að læra hana á Íslandi og það í fjarnámi. Það hentaði afar vel þar sem ég var í fullri vinnu og með ungabarn svo ég sló til.

Námið var einstaklega skemmtilegt og staðbundnu loturnar alveg frábærar. Ég landaði draumaverknáminu, Landsmóti hestamanna sumarið 2014, og var í kjölfarið ráðin sem verkefnastjóri hjá Landssambandi hestamannafélaga.

Landssamband hestamannafélaga heldur fjöldann allan af viðburðum á hverju ári svo það er alltaf nóg að gera og aldrei leiðinlegt í vinnunni.

Hólastaður er yndislegur staður, vinalegur og friðsæll svo ég mæli eindregið með námi þar.

 

Jóhanna Gunnarsdóttir
verkefnastjóri hjá Landssambandi hestamannafélaga
diplóma í viðburðastjórnun 2014

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is