Ingibjörg kvödd til sem prófdómari | Háskólinn á Hólum

Ingibjörg kvödd til sem prófdómari

Föstudaginn 26. janúar sl. var Ingibjörg Sigurðardóttir lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, ytri prófdómari  (e. external examiner) í doktorsvörn við lagadeild háskólans í Buckingham í Bretlandi. 
 
Fjallaði ritgerðin um hervæðingu stjórnvalda í Nígeríu og félagsleg og lagaleg áhrif hervæðingar á íbúa. Ritgerðin ber heitið „The Militarisation of the Indigenous Peoples in the Niger Delta Region by the Nigerian Government; from a Constructivist Grounded Theory to Actionable-Based Policy Recommendations Geared Towards the Legal Protection of the Region’s Indigenous Peoples“ en höfundur hennar er Angela Bazunu. Prófdómari fyrir hönd Buckingham háskóla (e. internal examiner) var Dr. Jocelynn Scutt. 
 
Í doktorsrannsókninni var beitt eigindlegum aðferðum sem eru sambærilegar við aðferðir sem Ingibjörg hefur beitt í rannsóknum sem birtar hafa verið eða eru til birtingar í ritrýndum tímaritum. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is