Hvernig metum við hið ómetanlega? Hið góða líf. | Háskólinn á Hólum

Hvernig metum við hið ómetanlega? Hið góða líf.

Guðbrandsstofnun, í samstarfi við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, heilbrigðis- og hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, Félagsráðgjafafélag Íslands og Félag íslenskra leikara, stendur að ráðstefnu undir þessum formerkjum.

Dagskrá:

27. apríl
09:00 Setning í Hóladómkirkju. Ávarp: Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
09:30 Samviskan. Fimm 10 mín. kveikjur með 10 mín. umræðum eftir hverja þeirra.
          Viðbrögð/samantekt og listrænn lokapunktur.
11:50 Hádegisverður
12:50 Sjálfsmyndin. Fimm 10 mín. kveikjur með 10 mín. umræðum eftir hverja þeirra.
          Viðbrögð/samantekt og listrænn lokapunktur.

15:00 Kaffi
         
Viðbrögð/samantekt og listrænn lokapunktur.
15:20 Sýndarveruleikinn. Fimm 10 mín. kveikjur með 10 mín. umræðum eftir hverja þeirra.
          Viðbrögð/samantekt og listrænn lokapunktur.
18:00 Móttaka á biskupssetrinu
19:00 Hátíðarkvöldverður

28. apríl
09:30 Samkenndin. Fimm 10 mín. kveikjur með 10 mín. umræðum eftir hverja þeirra.
          Viðbrögð/samantekt og listrænn lokapunktur.
12:00 Hádegisverður og ráðstefnulok

Í lok hverrar málstofu verður stutt samantekt og listviðburður.

Meðal málshefjenda eru: Anna Marit Nielsdóttir félagsráðgjafi Akureyri, Ármann Gunnarsson, hagnýtri menningarmiðlun HÍ, Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs HA, Gísli Kort Kristófersson, hjúkrunarfræðideild HA, Guðrún Karls-Helgudóttir, sóknarprestur, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri Skagafirði, Lars Gunnar Lundsten, sviðforseti hug- og félagsvísindasviðs HA, Olga Ásrún Stefánsdóttir, formaður iðjuþjálfunarfræðideildar HA, Salvör Nordal, umboðsmaður barna, Sigríður María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri Hólmavík, Valgerður H. Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Vanadís.

Ráðstefnugjald er 2.500 kr. Innifalið í því er hádegisverður og kaffi, báða dagana. Skráning á ráðstefnuna er á: booking@holar.is til 20. apríl.

Allar nánari upplýsingar veita: Erla B. Örnólfsdóttir, Hjalti Hugason og Solveig Lára Guðmundsdóttir

Ráðstefnugestir greiða sjálfir fyrir þjónustu vegna þátttöku í ráðstefnunni.
Ferðaþjónusta er á Hólum.
Kostnaður við gistingu og mat er sem hér segir:
Gisting í tveggja manna herbergi er 7.000 kr. nóttin á mann en eins manns herbergi kostar kr. 10.000, morgunverður innifalinn.
Kvöldverður á föstudagskvöld kostar 5.900 kr.
Bókun fyrir gistingu og mat er hjá: Ferðaþjónustunni á Hólum booking@holar.is

Kynningarefni hér.

27.04.2018 - 09:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is