Hópur frá Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á ferð

Undanfarna daga hefur 21 nemenda hópur á vegum Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna dvalist á Hólum ásamt starfsmönnum skólans, þeim Tuma Tómassyni og Stefáni Úlfarssyni.

Nemendurnir hafa skoðað aðstæður á Hólum og hlýtt á fyrirlestra sérfræðinga Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar. Þeir halda síðan ferð sinni áfram til Akureyrar þar sem þeir dvelja fram á næstu helgi.

Eftir það kemur hluti nemendanna, sex manns, aftur hingað að Háskólanum á Hólum og leggur fyrir sig fiskeldisnám. Hópurinn er býsna fjölþjóðlegur - frá Suður-Afríku, Úganda, Kamerún, Nígeríu, Sankti Lúsíu og Nigaragua.

9. október 2017. Helgi Þór Thorarensen.

Sjávarútvegsskóli háskóla SÞ

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is