Tamningar og þjálfun

 
Hólaskóli hefur um árabil átt gott samstarf við ræktendur um allt land, um að senda skólanum hross til tamningar og þjálfunar, sem 2. árs nemar við hestafræðideild annast undir handleiðslu reiðkennara skólans.
 
Sumarið 2017 er leitað eftir hrossum í frumtamningu og grunnþjálfun, 1. september til 16. desember.
 
Opnað var fyrir  skráningar um miðjan júní en lokað aftur þann 10. júlí þar sem aðsókn var þegar orðin meiri en unnt verður að sinna.
 
Reiðkennarar skólans eru nú í sumarleyfi, en haft verður samband við eigendurna strax og lokið hefur verið við að yfirfara skráningarnar, sem ekki getur orðið fyrr en að loknum leyfum í ágúst .
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is