Við Hestafræðideild Háskólans á Hólum er boðið nám til BS-prófs í reiðmennsku og reiðkennslu. Námið er metið til samtals180 ECTS, eða sem samsvarar fullu námi í þrjú skólaár.
Samhliða námsleiðinni BS í reiðmennsku og reiðkennslu er boðið upp á þá möguleika að útskrifast með diplómu að loknu einu námsári (leiðbeinendapróf) eða tveimur (tamningapróf).