Hestakostur nemenda | Háskólinn á Hólum

Hestakostur nemenda

 

Hestakostur í verklegu námi við hestafræðideild

Auk þeirra hesta sem skólinn leggur til, gildir eftirfarandi um nám í reiðmennsku og reiðkennslu, frá og með hausti 2019: 

1. námsár

Nemandinn leggur til eigin reiðhest, fyrir námskeiðin Þjálfun reiðhestsins I (hefst í október) og Þjálfun reiðhestsins II. Hesturinn skal vera vel taminn reiðhestur, á 7. - 14. vetri.

Sjá nánar um nemendahesta fyrir 1. námsár (smellið hér).

2. námsár

Nemandinn notar eigin reiðhest á vorönn (4. önn), í námskeiðunum Þjálfun II og Þjálfun III - verknámi.

Sjá nánar um nemendahesta fyrir 2. og 3. námsár (smellið hér).

3. námsár

Nemandinn leggur til tvo hesta:

Keppnishest - fyrir námskeiðin Þjálfun keppnishesta I (haustönn) og Þjálfun keppnishesta II (vorönn).

Kynbótahest - sem þarf að vera á 5. eða 6. vetri og er notaður í námskeiðunum Þjálfun IV (seinni stuttönn að hausti) og Kynbótahross - þjálfun og dómar (vorönn).

Sjá nánar um nemendahesta fyrir 2. og 3. námsár (smellið hér) og um kynbótahesta (smellið hér).

Eldri útgáfur:

3. ár (nýnemar  2018, skólaárið 2020 - 2021)

Nemendur koma með góðan alhliða hest, á 7. - 14. vetri, sem unnið er með á báðum önnum. Hesturinn má ekki hafa verið notaður í lokaprófi í Reiðmennsku og þjálfun keppnishesta I-II áður, né hafa verið í verðlaunasæti á landsvísu með annan knapa. Mælt er með því að þeir hafi annan hest til vara. Í janúar koma nemendur með efnilegt kynbótahross á 5. eða 6. vetri og er unnið með það á vorönn.

Nám í hestafræði

Skólinn útvegar kennsluhross, en nemendur geta þó óskað eftir að koma með sitt eigið.

Tryggingar

Ath. að skólinn tekur enga ábyrgð á nemendahestunum og nemendum er í sjálfsvald sett hvort þeir tryggja sína hesta.

Láns- og leiguhestar

Ef einstakir nemendahestar eru ekki í eigu nemendanna sjálfra, er hvatt til þess að eigendur undirriti staðfestingu á að nemandinn hafi hestinn út námstímabilið. Notast má við þetta eyðublað hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is