Fagmennska: Þekking og færni
Markmið hestafræðideildar er að veita fagmenntun á sviði hrossaræktar, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og að vinna að þróun og nýsköpun með rannsóknarstarfsemi. Með þessum hætti verði stuðlað að aukinni arðsemi í atvinnugreininni, útbreiðslu hestamennskunnar og velferð hestanna. Deildin er opinber miðstöð menntunar og rannsókna á sviði hrossaræktar, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu á Íslandi.
Deildarstjóri hestafræðideildar er Sveinn Ragnarsson.