Háskólinn á Hólum gerist aðili að Íslenska ferðaklasanum | Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum gerist aðili að Íslenska ferðaklasanum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum undirritaði nýverið samning um aðild að Íslenska ferðaklasanum.  Markmið samningsins er að auka tengsl skólans við klasannn og þar með tækifæri til samtals og samstarfs við ólíka aðila hans. 
 
Íslenski ferðaklasinn er samstarf fyrirtækja og stofnana sem tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti. Markmið hans er langtímauppbygging greinarinnar með auknu samstarfi og nýsköpun innan ferðaþjónustu. Að þessu verður unnið með því að styrkja innviði og stuðla að eflingu fagmennsku og gæða innan greinarinnar.
 
Húsnæði Ferðaklasans er að Fiskislóð 10 í Reykjavík, þar sem fyrir hendi er skrifstofu- og fundaraðstaða, ásamt vinnustofurými og aðgangi að eldhúsi og kaffistofu. 
 
Á myndinni má sjá þær Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska ferðaklasans og Laufeyju Haraldsdóttur deildarstjóra Ferðamáladeildarinnar á Hólum við undirritun samningsins.
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is