Handbók um hestaferðaþjónustu komin út á dönsku

Handbók um hestaferðaþjónustu hefur nú verið gefin út í Danmörku. Þær Guðrún Helgadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir kennarar við Ferðamáladeild eru tveir af þremur höfundum handbókarinnar. Sá þriðji er Rhys Evans frá Høgskulen for landbruk og bygdeutvekling í Noregi (The Norwegian University College for Agriculture and Rural Development).
 
Efni bókarinnar, sem er gefin út á dönsku, byggir m.a. á þróunarverkefninu Riding Native Nordic Breeds sem styrkt var af NORA og unnið í samstarfi Færeyinga, Norðmanna og Íslendinga. Í bókinni er fjallað um hestaferðaþjónustu almennt sem og um ýmsa þætti sem lúta að rekstri, markaðssetningu og stjórnun slíkra fyrirtækja. 
 
Áhugi á hestaferðaþjónustu er að aukast í Danmörku og er útgáfa bókarinnar liður í að styðja við þróun greinarinnar þar í landi. Útgefandi er Foreningen FerieRytter. Þýðingu úr enskum texta önnuðust Marie Bach Nielsen og Annelise Bach Nielsen en umsjón með útgáfunni höfðu Merethe Kepp og Annelise Bach Nielsen. Eintak af bókinni er aðgengilegt á bókasafni Háskólans á Hólum. 
 
9. október 2017.
 
Bakhlið dönsku útgáfunnar
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is