Guðrún Helgadóttir stýrir nýju meistaranámi í sjálfbærni stjórnun í Noregi | Háskólinn á Hólum

Guðrún Helgadóttir stýrir nýju meistaranámi í sjálfbærni stjórnun í Noregi

Guðrún Helgadóttir prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og við Háskólann í Suðaustur Noregi stýrir nýju meistaranámi í sjálfbærni stjórnun sem nú hefur verið hleypt af stokkunum. Námið er sniðið að þörfum stjórnenda sem vilja hafa sjálfbærni að leiðarljósi í sínum störfum. 
Háskólinn á Hólum hefur um árabil átt gott samstarf við Háskólann í Suðaustur Noregi m.a. með meistaranámi í útivistarfræðum sem nú er í boði og miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir starfsfólk með víðan bakgrunn er nýtist til uppbyggingar á sjálfbærri ferðaþjónustu. Með meistaranámi í sjálfbærni stjórnun opnast enn frekari leiðir til samstarfs á milli þessara skóla, s.s. í gegnum nemenda- og kennaraskipti. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is