Gjaldkeri/launafulltrúi Háskólans á Hólum | Háskólinn á Hólum

Gjaldkeri/launafulltrúi Háskólans á Hólum

Laust er til umsóknar fullt starf gjaldkera/launafulltrúa við Háskólann á Hólum. Við háskólann starfa um 50 einstaklingar og eru starfsstöðvar hans tvær, að Hólum í Hjaltadal og í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki. Hólar í Hjaltadal eru fjölskylduvænn staður, þar er leik- og grunnskóli og stutt í aðra þjónustu.
 
Starfssvið:
Almenn gjaldkerastörf
Afstemmingar viðskiptamanna og bankareikninga
Gerð, móttaka, greiðsla og meðhöndlun reikninga og krafna
Launavinnsla- og uppgjör
 
Menntunar- og hæfnikröfur:
Reynsla af gjaldkerastörfum eða sambærilegum störfum
Háskólamenntun er æskileg
Þekking á fjárhagskerfi ríkisins er kostur
Góð almenn tölvukunnátta og góð kunnátta í íslensku og ensku
Hæfni í samstarfi og lipurð í mannlegum samskiptum
Ábyrgð, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
 
Um er að ræða 100% stöðu. Starfið heyrir undir fjármála- og skrifstofustjóra. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
 
Umsóknarfrestur um stöðuna er til 18. mars 2019 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júní. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Björn Eyþórsson, fjármála- og skrifstofustjóri, í síma 869 1494. 
 
Umsóknir skulu berast á netfangið umsoknir@holar.is merkt gjaldkeri. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum, ferilskrá og annað sem að umsækjandi telur að skipti máli við ákvörðun um ráðningu. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is