Gestagangur á Hólastað | Háskólinn á Hólum

Gestagangur á Hólastað

Það hefur verið óvenjugestkvæmt hér heima á Hólum undanfarna daga. Í gær var hér hópur nemenda frá Menntaskólanum á Akureyri, ásamt kennurum sínum. Að loknum hádegisverði hjá Undir Byrðunni streymdu þeir til Hóladómkirkju þar sem þeir fengu innsýn í sögu, menningu og menntun á Hólastað í gegnum aldirnar. Áður en heim var haldið fengu nemendur að skreppa í hesthús og kynna sér aðstöðu Hestafræðideildar.

Um helgina komu um 60 manns frá Landsbjörgu hér saman, og tóku þátt í fræðslu og samráði varðandi stjórnun aðgerða.

Og loks má nefna að þessa vikuna eru um 40 grunnskólanemendur úr Skagafirði á reiðnámskeiði hjá 1. árs nemendum í reiðmennsku og reiðkennslu, sem þreyta nú frumraun sína á þeim vettvangi.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is