Gæðingafimin | Háskólinn á Hólum

Gæðingafimin

Í liðinni viku fór annað mót  Eyrarmótaraðarinnar fram og var keppt í gæðingafimi. Var þar í fyrsta sinn keppt eftir nýjum reglum LH. Góð stemmning var í stúkunni og margar góðar sýningar litu dagsins ljós. Sigurvegari kvöldsins var Svanhildur Guðbrandsdóttir á hesti sínum Pitti frá Víðivöllum fremri, með einkunnina 7,50.
 
Styrktaraðili gæðingafiminnar var Draupnir, sem fær sérstakar þakkir. Það fá einnig dómarar kvöldsins,  þau Mette Moe Mannseth og Þorsteinn Björnsson. 
 
Hér eru heildarniðurstöður kvöldsins:
 
 1. Svanhildur Guðbrandsdóttir og Pittur frá Víðivöllum fremri - 7,50
 2. Vera Evi Schneiderchen og Bragur frá Steinnesi - 7,39
 3. Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Óskar Þór frá Hvítárholti - 7,24
 4. Rósanna Valdimarsdóttir og Sprækur frá Fitjum - 6,97
 5. Birta Ingadóttir og Fluga frá Oddhóli - 6,82
 6. Pernille Wulff Harslund og Dögun frá Torfunesi - 6,79
 7. Gunnlaugur Bjarnason og Erpir frá Blesastöðum 2A - 6,47
 7. Kathrine Vittrup Andersen og Viska frá Hestkletti - 6,47
 9. Svanhildur Guðbrandsóttir og Brekkan frá Votmúla - 6,37
10. Eva María Aradóttir og Kuldi frá Sandá - ,.09
11. Marie Holzemer og Stjörnu-Blesi frá Hjaltastaðahvammi - 6,03
12. Sandy Carson og Hlekkur frá Lækjamóti - 5,60
13. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum - 5,45
14. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Straumur frá Steinnesi - 4,36  
 
Eftir fyrstu tvær greinar stendur stigakeppnin þannig:
 
1. Svanhildur með 26 stig
2. Vera með 22 stig
3-4. Ylfa með 8 stig
3-4. Guðrún Margrét með 8 stig
5-7. Rósanna með 7 stig
5-7. Lea  með 7 stig
5-7. Eva  með 7 stig 
8. Birta með 6 stig
9-10. Fanney með 5 stig
9-10. Pernille með 5 stig
11-12. Birna með 4 stig
11-13. Gunnlaugur með 4 stig
11-13. Kathrine með 4 stig
14. Ásdís Brynja með 3 stig
15. Sigríður Vaka með 2 stig
16. Thelma Rut með 1 stig
 
Guðbjörn Tryggvason
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is