Fundað með fulltrúa Gæðaráðs

Í dag var komið að árlegum fundi Háskólans á Hólum með fulltrúa Gæðaráðs íslenskra háskóla, Frank Quinault. Nokkuð hafði tafist að þessi fundur kæmist á, en að lokum var honum komið á með aðstoð Skype, þar sem Frank átti ekki heimangengt frá sínum heimaslóðum í St. Andrews í Skotlandi.

Á myndinni getur að líta, frá vinstri: Sigurð Óla Sigurðsson - ritara Gæðaráðs íslenskra háskóla, Brynjar Darra Sigurðsson - formann Stúdentafélags Hólaskóla, Svein Ragnarsson - deildarstjóra Hestafræðideildar, Erlu Björk Örnólfsdóttur - Hólarektor, Guðmund B. Eyþórsson - fjármálastjóra, Skúla Skúlason - sviðsstjóra rannsóknasviðs og fulltrúa skólans í ráðgjafarnefnd Gæðaráðs háskóla, Bjarna Kristófer Kristjánsson - deildarstjóra Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar og Fríðu Hansen - varaformann Stúdentafélags Hólaskóla. Á myndina vantar myndasmiðinn, Laufeyju Haraldsdóttur - deildartjóra Ferðamáladeildar.

9. október 2017.

Fundar með fulltrúa Gæðaráðs

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is