Fullbókað á menntaráðstefnu í mars | Háskólinn á Hólum

Fullbókað á menntaráðstefnu í mars

Fullbókað er á mjög spennandi ráðstefnu um kennslu- og þjálfunaraðferðir í hestamennsku.
 
Forgangur fyrir menntaða þjálfara, tamningamenn og reiðkennara rennur út 1. febrúar.
 
Dagana 23. - 25. mars 2018 heldur Hestafræðideild Háskólans á Hólum, fyrir hönd FEIF, menntaráðstefnu þar sem reiðkennarar Hólaskóla og vel þekkt erlent fagfólk úr hestamennskunni munu deila þekkingu sinni.
 
Í brennidepli er kerfisbundin aðferðafræði í reiðmennsku og reiðkennslu, sem reiðkennaranámið á Hólum er byggt á. Farið verður sérstaklega í mismunandi aðferðir við að kenna hestum, knöpum og reiðkennurum, og hvernig hægt er að byggja upp þjálfun þeirra. Fjallað verður um stigvaxandi uppbyggingu hestsins og knapans allt frá grunni og upp á hæsta þjálfunarstig. Einnig verður rýnt í hvernig reiðmennskan hefur þróast í gegnum tíðina og horft til framtíðar.
 
Lokaskráningarfrestur er til 1. mars, en 1. febrúar er síðasti dagur sem menntaðir þjálfarar og reiðkennarar njóta forgangs. Einungis örfá pláss eru laus þannig að það er um að gera að skrá sig sem allra fyrst.
 
Enginn þjálfari eða reiðkennari ætti að láta þessa ráðstefnu fram hjá sér fara, þar sem hún er kjörið tækifæri til endurmenntunar.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is