Fiskeldiskennarar í Nígeríu | Háskólinn á Hólum

Fiskeldiskennarar í Nígeríu

Ólafur Sigurgeirsson og Helgi Thorarensen, kennarar við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, eru á ferð í Nígeríu til þess að undirbúa verkefni nemenda Háskóla Sameinuðu þjóðanna næsta haust.

Verkefnin eru unnin í samvinnu við háskólann í Ibadan, sem er elsti háskóli landsins og virtasti háskóli á sviði fiskeldis sunnan Sahara. Á myndinni eru þeir félagar og aðstoðarrektor skólans ásamt deildarstjóra og prófessorum fiskeldisdeildar hans.

Hitinn  á svæðinu fer í 35°C yfir daginn svo ekki væsir um Íslendingana þó blási köldu á Fróni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is