Samstarf | Háskólinn á Hólum

Samstarf

 

Háskólinn á Hólum hefur lagt mikla áherslu á að koma á fót góðu samstarfi við aðra háskóla og rannsóknastofnanir. Með góðu og virku samstarfi má auka gæði kennslu og rannsókna, auk þess sem að samtarf getur aukið hagkvæmni í rekstri stofnunarinnar auk þess að tryggja aukið námsframboð fyrir nemendur skólans.

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á í miklu samsarfi við háskóla og rannsóknarstofnanir, bæði hérlendis og erlendis. Sá listi sem hér fylgir er ekki tæmandi.

Samstarf um nám

Skólinn er með formlega samstarfssamninga varðandi nám við bæði Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Starfsmenn deildarinnar hafa komið að kennslu námskeiða við þá skóla og við Landbúnaðarháskóla Íslands. Algengt er einnig að nemendur þessara skóla taki námskeið við deildina í skiptinámi. Einnig er nokkuð er um að framhaldsnemar við aðra háskóla, til dæmis Háskóla Íslands, taki hluta af rannsóknanámi sínu við Háskólann á Hólum, og njóti leiðsagnar starfsmanna fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.

Nemendur Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna taka hluta af námi sínu á Íslandi við Háskólann á Hólum og starfsmenn deildarinnar koma að námskeiðahaldi Sjávarútvegsskólans erlendis.

Deildin hefur komið að uppbyggingu samnorræns meistaranáms í fiskeldi innan NOVA samstarfsins.

Meðal erlendra samstarfsskóla má nefna:

University of Guelph í Canada

Salisbury University í BNA

HAS Den Bosch háskólinn í Hertogenbosch í Hollandi

University François Rebelais of Tours í Frakklandi

Høgskolen i Telemark í Noregi

 

Alþjóðafulltrúi Háskólans á Hólum er Þórunn Reykdal.
Netfangið er international@holar.is .

 

Samstarf um rannsóknir

Sérfræðingar deildarinnar eru í fjölbreyttu rannsóknarsamstarfi við fjölmarga háskóla, fyrirtæki og rannsóknarstofnanir hérlendis og erlendis. 

Ísland

Háskóli Íslands - líf og umhverfisvísindadeild

Matís

Veiðimálastofnun

Aquaplan Niva

Fóðurverksmiðjan Laxá

Erlendis

Háskólinn í Guelph, Kanada

Háskólinn í St. Andrews, Skotlandi

EAWAG ferskvatnsrannsóknarstofnun í Sviss

Háskólinn í Alaska, Fairbanks, BNA

Ríkisháskólinn í Oregon, Corvallis, BNA

Háskólinn í Jyväskylä, Finnlandi

Háskólinn í Glasgow, Skotlandi

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is