Rannsóknir í fiskeldis- og fiskalíffræðideild | Háskólinn á Hólum

Rannsóknir í fiskeldis- og fiskalíffræðideild

 

Rannsóknir við deildina

Fiskeldisdeild og fiskalíffræðideild Hólaskóla – Háskólans á Hólum og starfsmenn hennar hafa unnið að fjölmörgum rannsóknarverkefnum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Þessi rannsóknarverkefni hafa verið styrkt af innlendum sjóðum s.s. Rannís, AVS og Framleiðnisjóði, en einnig erlendum sjóðum s.s. Evrópusambandinu, NSERC (Canada) og NERC (Bretlandi). Stór hluti af þessum rannsóknarverkefnum hafa verið unnin af nemendum í rannsóknartengdu námi.
 
Aðstæður til rannsókna eru mjög góðar við Háskólann á Hólum og þar hefur skapast gott samfélag vísindamanna sem er í góðum tengslum við erlenda sérfræðinga.
 
Helstu rannsóknarsvið deildarinnar eru fiskeldisfræði, fiskalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og þróunarfræði.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is