Forsíða fiskeldis- og fiskalíffræðideildar | Háskólinn á Hólum

Forsíða fiskeldis- og fiskalíffræðideildar

Vefur Fiskeldis- og fiskalíffræðideildar - á ensku.

Gæði, vísindi, hagnýtt gildi - framtíðin! 

Deildin er stærsta miðstöð fiskeldisrannsókna á Íslandi. Sérfræðingar skólans vinna að fjölbreyttum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði fiskeldis, fiskalíffræði og vistfræði. Verkefnin eru unnin í samstarfi við við innlenda og erlenda aðila. Þau hafa verið styrkt af innlendum sjóðum s.s. Rannís, AVS og Framleiðnisjóði, en einnig erlendum sjóðum s.s. Evrópusambandinu, NSERC (Canada) og NERC (Bretlandi). 

Skólinn hefur um árabil unnið að rannsóknum og kynbótum á bleikju en tilraunir með eldi sjávarfiska eru nú einnig á dagskrá. Nemendur taka virkan þátt í rannsókna- og þróunarstarfinu og fá þannig að kynnast af eigin raun nýjungum og verklagi. Deildin á í formlegu samstarfi við fjölda háskóla og rannsóknastofnana hérlendis og erlendis á sviði kennslu og rannsókna.

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild hefur það að markmiði að afla þekkingar og miðla þekkingu á sviði sjávar- og vatnalíffræði, fiskeldis og fiskalíffræði. Deildin er alþjóðleg miðstöð rannsókna, kennslu og endurmenntunar í sjávar- og vatnalíffræði, fiskeldi og fiskalíffræði. Í deildinni er stuðlað að faglegri uppbyggingu fiskeldis í anda sjálfbærrar þróunar. 

Í náminu er lögð sérstök áhersla á að nemendur læri að temja sér gagnrýna hugsun og að undirbúa þá undir að taka að sér forystuhlutverk í þróun atvinnuvegarins.

Verið
Meginaðsetur deildarinnar er í Verinu á Sauðárkróki í nýuppgerðu húsnæði við höfnina og þar fer fram nær öll kennsla. Vegalengdin á milli Hóla og Sauðárkróks er 31 km.

Deildarstjóri er Bjarni Kristófer Kristjánsson

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is