Verknám í ferðamálafræði | Háskólinn á Hólum

Verknám í ferðamálafræði

 

Verknámið er 11 vikna vinna nemanda hjá viðurkenndum ferðaþjónustuaðila.

Nemandinn á að fá reynslu af sem fjölbreyttustum verkefnum sem og innsýn í stjórn og rekstur viðkomandi verknámsstaðar. Á meðan á verknámstíma stendur vinnur nemandinn að hagnýtum bóklegum verkefnum sem eiga að leiða hann áfram í því að tvinna saman fræðilega þekkingu sína úr námi við störf í ferðaþjónusturekstri.

Verknám er yfirleitt stundað á tímabilinu 20. maí – 20. ágúst. Mögulegt er einnig að stunda verknám að hluta eða öllu leyti að vetri til. Um slíkar undanþágur þarf þó að semja við umsjónarmann verknáms.

Athugið: Æskilegt er að nemandinn stundi verknám að hámarki á tveimur stöðum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is