Skólaárið | Háskólinn á Hólum

Skólaárið

 

Skólaárið við Háskólann á Hólum skiptist í þrjár annir: Haustönn, vorönn og sumarönn. Bókleg námskeið eru kennd á haustönn og vorönn, en verkleg námskeið - t.d. verknám í ferðamálafræði - eru gjarna að sumrinu.

Í ferðamáladeild er hvorri önn (haustönn og vorönn) skipt í tvær stuttannir og ná námskeiðin ýmist yfir aðra stuttönnina eða báðar (hálfa önnina eða hana alla).

Í langflestum tilvikum tekur nemandi í fullu námi alls fimm námskeið á hvorri önn (5 x 6 ECTS). Nemandinn tekur þá eitt „langt námskeið“ (sem nær yfir alla önnina) og fjögur „stutt“, það er tvö á fyrri og tvö á seinni stuttönn. 

Sjá skólaárið, á Hólavefnum.

Gert er ráð fyrir að þeir nemendur, sem ekki eru í staðnámi (dagskóla) heima á Hólum, mæti í staðbundnar lotur, í flestum tilvikum tvisvar á önn (einu sinni á hverri stuttönn). Í yfirliti skólaárs (sjá krækju hér að ofan) hér fyrir neðan má sjá á hvaða vikur þessar staðbundu lotur raðast.

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is