Rannsóknir í ferðamáladeild
Ísland er ferðamannaland. Ferðamennska hefur vaxandi áhrif á efnahag, menningu, náttúru og ímynd landsins. Því er brýnt að vanda umræðu og áætlanir um uppbyggingu og rekstur ferðaþjónustu. Forsenda þess er að stundaðar séu víðtækar rannsóknir á ferðamálum hérlendis.
Deildin er í víðtæku samstarfi um rannsóknir og þróunarverkefni við aðra háskóla og rannsóknastofnanir innanlands, fræðasetur og fyrirtæki sem og erlenda háskóla og stofnanir. Háskólinn á Hólum er aðili að Rannsóknarmiðstöð ferðamála ásamt Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu.