Nám | Háskólinn á Hólum

Nám

 

Nám í ferðamáladeild

Nám í ferðamáladeild undirbýr nemendur fyrir störf í ferðaþjónustu og fyrir framhaldsnám á því sviði. Mikil áhersla er lögð á virk tengsl við stofnanir og fyrirtæki í ferðaþjónustu auk náinna tengsla við menntastofnanir í ferðaþjónustu hérlendis og erlendis.
 
Staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum - blandað nám
Aðstæður til náms og búsetu á Hólum eru ágætar, og auðvelda  bein tengsl við samnemendur og kennara. Margir nemendur tala einnig um dýrmæta reynslu þess að búa á stað sem Hólum. Fjarkennsla við deildina hófst haustið 2000 og nú eru öll námskeið við hana einnig í boði í fjarnámi. Í mörgum námskeiðum er þó gert ráð fyrir staðbundnum lotum, til dæmis í tengslum við vettvangsferðir eða aðra þætti, sem erfitt er að sinna í fjarnámi. Staðbundnu loturnar eru einnig til þess fallnar að efla tengslin milli nemenda og við kennarana. 
 
Annir og stuttannir
Skólaárinu er skipt í þrjár annir, þar af tvær sem fyrst og fremst byggjast á bóklegu námi (haustönn og vorönn). Þessum önnum er síðan skipt í tvær stuttannir hvorri og einstök námskeið ná ýmist yfir önnina alla eða aðra hvora stuttönnina. Á sumarönn er einkum um verknám að ræða.
 
 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is