MA-nám í ferðamálafræði | Háskólinn á Hólum

MA-nám í ferðamálafræði

 

MA í ferðamálafræði

Um er að ræða 120 eininga nám, þar af 60-90 eininga rannsóknarverkefni. Inntökuskilyrði eru BA/BS próf í ferðamálafræðum eða sambærilegur bakgrunnur. Nemendur sækja um á grundvelli tillögu sinnar að rannsóknarverkefni.
 
Með náminu dýpkar nemandinn þekkingu sína með lestri og umræðu um lykilverk, nýjustu rannsóknir og rannsóknaraðferðir á sviði ferðamála. Námið er undirbúningur að doktorsnámi og/eða undirbúningur fyrir störf sem felast í stefnumótun, skipulagningu, stjórnun og rekstri í ferðaþjónustu, eða störf að rannsóknum, þróun og eftirliti með ferðamálum. 
 
 
 
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Laufeyju Haraldsdóttur, deildarstjóra ferðamáladeildar.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is