MA í útivistarfræðum | Háskólinn á Hólum

MA í útivistarfræðum

Háskólinn á Hólum, Gymnastik- och idrottshögskolan í Svíþjóð (The Swedish School of Sport and Health Sciences), Norges idretthøgskole (Norwegian School of Sport Sciences) og Universitetet i Sørøst-Norge (University of South East Norway) hafa gert með sér samkomulag um þróun meistaranáms á sviði útivistar (Outdoor Studies eða Friluftsliv). Um er að ræða hagnýtt meistaranám, sem m.a. miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir starfsfólk með víðan bakgrunn er nýtist til uppbyggingar á sjálfbærri ferðaþjónustu. Námið hentar einnig vel fyrir kennara og aðra sem nýta útivist í sínu starfi. 
 
Háskólinn á Hólum er stoltur af því að taka þátt í slíkri uppbyggingu og lítur á verkefnið sem mikilvægt skref í framkvæmd stefnu háskólans sem m.a. miðar að því að starf hans nýtist til að byggja upp atvinnulíf í dreifðum byggðum landsins. 
 
Námið fer fram í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi og munu allir nemendur dvelji eina önn af námstímanum á Íslandi auk þess sem að hægt er að velja að vinna meistaraverkefni námsins á Hólum. Þeir nemendur dvelja þá helming námstímans á Íslandi. Námsleiðin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni til þriggja ára. 
 
Áformað er að fyrsti hópur meistaranema verði innritaður haustið 2020 og er hægt að sækja um námið fram til 15. apríl 2020. Sótt er um á vef háskólans í Suðaustur-Noregi.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is