Ferðamáladeild | Háskólinn á Hólum

Ferðamáladeild

 
Gæði, fjölbreytni, menning og náttúra
Ferðaþjónusta er skapandi atvinnugrein í mikilli þróun og er nú ein helsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Vel menntaðir ferðamálafræðingar og viðburðastjórnendur eru lykilaðilar í því að gera Ísland að framúrskarandi áfangastað ferðamanna og tryggja farsæla framtíð ferðaþjónustunnar með vel ígrundaðri uppbyggingu fyrirtækja og áfangastaða um allt land.
 
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum býður upp á háskólanám í ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Markmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustu og viðburðastjórnun en einnig til þess að taka virkan þátt í þróun ferðaþjónustu á Íslandi jafnt með því að gegna stjórnunar- og ábyrgðarstörfum sem og með því að stofna ný fyrirtæki og skipuleggja og útfæra viðburði frá upphafi til enda. Námið er því í senn hagnýtt, fræðilegt og fjölbreytt.
 
Rannsóknir deildarinnar snúa að fjölbreyttum viðfangsefnum ferðamálafræðanna svo sem uppbyggingu og ímynd áfangastaða, vöruþróun og gæðamálum, upplifun ferðafólks og efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu.
 
 
Deildarstjóri ferðamáladeildar er Ingibjörg Sigurðardóttir.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is