Erasmus | Háskólinn á Hólum

Erasmus

Markmið Háskólans á Hólum varðandi samstarf undir merkjum Erasmus:
 
1. Að fjölga námstækifærum nemenda og starfsmanna innan Evrópu. 
2. Að fjölga tækifærum starfsmanna skólans til þátttöku í starfsmannaskiptum. 
3. Að laða erlenda nemendur að skólanum.
4. Að geta tekið á móti starfsmönnum samstarfsskóla, í starfsmannaskiptum.
5. Að halda áfram að meta allt nám til ECTS eininga, til að auðvelda mat á námi.
6. Að tryggja sveigjanleika, til að nemendur og starfsmenn geti tekið þátt í nemenda- og starfsmannaskiptum.
7. Að stofna til nýs og efla fyrirliggjandi samstarf við aðra evrópska háskóla, með gagnkvæmu flæði þekkingar og reynslu.
 
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum er með virka samstarfssamninga, byggða á Erasmus-yfirlýsingunni, við eftirtalda skóla:
 

Józef Pitsudski University of Physical Education, Póllandi

L'Université d'Angers, Frakklandi

Van Hall Larenstein, Hollandi

Leeds Beckett University, Bretlandi

Polytechnic Institute of Coimbra, Portúgal

Dalarna University, Svíþjóð

Halmstad UniversitySvíþjóð

Telemark University CollegeNoregi

Lapland University of Applied Science, Finnlandi

Alþjóðafulltrúi Háskólans á Hólum er Þórunn Reykdal.

Netfangið er international@holar.is .

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is