Eyrarmótaröðin - gæðingafimi | Háskólinn á Hólum

Eyrarmótaröðin - gæðingafimi

Önnur keppnin í Eyrarmótaröðinni á Hólum 2020 er gæðingafimi, í boði Draupnis.

Glæsilegir vinningar fyrir efstu sætin.

Keppnin verður eftir nýjum reglum LH og keppt á 2.stigi.

Sjá nánar hér.

Einnig heldur stigakeppnin áfram, þar sem keppendur safna stigum.
Hestavöruverslunin Eyrin á Sauðarkróki verðlaunar stigahæstu knapa í lok mótaraðarinnar.

Skráningargjald: 2000 kr

Opnað fyrir skráningu 7. febrúar og henni lýkur mánudaginn, 10. febrúar klukkan 24:00.

Skráningargjald greiðist á staðnum eða inn á reikning Stúdentafélagsins (kt. 551096-2979 Rn 0310-26-5510).
Senda skýringu með nafni keppanda á netfangið nemendafelag@mail.holar.is ef keppandi er ekki greiðandi.


Allir velkomnir, þátttaka er öllum opin.

12.02.2020 - 19:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is