Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað? | Háskólinn á Hólum

Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

 
13. ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið, Háskólanum á Hólum í Hjaltadal 16. – 17. maí 2019 
 
Hnattrænar breytingar á veðurfari, minnkandi líffræðilegur fjölbreytileiki, ójöfnuður og ofneysla samfara miklum fólksflutningum ógna vistkerfum, efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika.  Saga Íslands er saga um óstöðugt efnahagslíf í ægifagurri en viðkvæmri náttúru. Menningarheimar mætast,  íslensk menning hefur verið álitin óþrjótandi auðlind og orðið útflutningsvara, en hvernig þróast hún á tímum alþjóðavæðingar? Spurningar vakna um þau gildi, sem byggt er á og þá mælikvarða sem lagðir eru til grundvallar ákvörðunum einstaklinga og samfélaga. Það er því tímabært að spyrja: Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?  
 
Lykilfyrirlesarar eru Svein Harald Øygard hagfræðingur frá Noregi og Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands
 
 
Ráðstefnan er öllum opin. Skráning fer fram á booking@holar.is og ráðstefnugjald er kr. 6.000.
 
Velkomin heim að Hólum!  
 
16.05.2019 - 08:00 to 17.05.2019 - 16:30
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is