Enn af Vísindum og graut | Háskólinn á Hólum

Enn af Vísindum og graut

Fyrir helgina sögðum við frá upptöku af erindi Geirs Kristins Aðalsteinssonar, í Vísindum og graut.

Við vekjum einnig athygli á erindi Elísabetar Agnar Jóhannesdóttur,  verkefnisstjóra hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Þar fjallaði hún um markaðssetningu áfangastaða og samvinnu hagsmunaaðila í tengslum við áfangastaðinn Norðurland. Ennfremur kynnti hún niðurstöður úr meistaraverkefni sínu þar sem hún og danskur samnemandi hennar rannsökuðu þátttöku og viðhorf ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi á mörkun Norðurlands sem áfangastaðar. Í lokin greindi hún stuttlega frá yfirstandandi samstarfsverkefni RMF og Háskólans á Hólum á áfangastaðnum Norðurlandi sem að framkvæmd er fyrir Markaðsstofu Norðurlands með stuðningi frá Eyþingi og SSNV.

Hér er upptaka af fyrirlestri Elísabetar.  

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is