Endurskoðun Knapamerkjanna | Háskólinn á Hólum

Endurskoðun Knapamerkjanna

Að undanföru hefur verið unnið að endurskoðun á Knapamerkjunum. Nú hafa bækurnar fyrir öll stigin verið endurskoðaðar og uppfærðar. Nokkuð er síðan nýjar útgáfur fyrir 1. - 3. stig fóru í sölu og von er á uppfærðum bókum 4. og 5. stigs á íslensku úr prentun í nóvember.
 
Einnig hefur efnið fyrir 1. - 3. stig  verið fáanlegt á ensku um nokkurt skeið. Þýðing 4. og 5. stigs bókanna á ensku hefst fljótlega og verða þær vonandi tilbúnar í byrjun árs 2020. 
 
Samhliða uppfærslu á bókunum hefur farið fram endurskoðun á verklegum prófum Knapamerkjanna. Breytingar á prófunum verða kynntar á endurmenntunarnámskeiði Knapamerkjanna þann 16. nóv nk.
 
Allar nánari upplýsingar gefur Þórdís Gylfadóttir, thordis@holar.is. Sjá einnig Facebook-síðuna.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is